Ungmennaæfingar hafnar!
- pílufélag PR
- Aug 25
- 1 min read
Æfingar fyrir ungmenni 9-16 ára í pílukasti eru nú hafnar undir handleiðslu reyndra kennara og landsliðsþjálfara. Fyrsti dagurinn fór frábærlega af stað með um 20 þátttakendur sem mættu til leiks, fullir af krafti og stemningu.
Í pílukasti fá krakkarnir ekki bara tækifæri til að æfa sig í íþrótt sem krefst einbeitingar og skemmtilegrar keppni – heldur efla þau líka hugarreikning með því að leggja saman skorin á meðan þau spila og draga frá aðalskori.
Við aðstoðum með skráningu þegar þú mætir á fyrstu æfingu í gegnum abler.
Komdu og vertu með – við hlökkum til að sjá þig! Eins munum við halda fjölskyldudag þann 6. september á ljósanótt frá 10:00-12:00. Komum og höfum öll gaman saman og grillum svo pulsur með svala á meðan birgðir endast :) Nánari upplýsingar um æfingar er hér inni undir viðburðir.





Comments