top of page
  • Facebook
Search

Pílufélag Reykjanesbæjar fær afhent hjartastuðtæki

Pílufélag Reykjanesbæjar fékk nýverið afhent hjartastuðtæki af gerðinni Schiller Fred PA1, sem er hannað til að vera einfalt í notkun og leiðbeinir notendum á þremur tungumálum, þannig að tækið er aðgengilegt öllum. Tækið eykur öryggi félagsmanna og mun vera aðgengilegt í húsnæði félagsins. Vert er að taka fram að til staðar eru rafskaut fyrir bæði börn og fullorðna.

Tækið var afhent af fyrirtækinu Skyndi.is, en eigandi þess og félagsmaður í Pílufélagi Reykjanesbæjar, Guðni Sigurðsson, kom að verkefninu og hefur séð til þess að félagið sé vel búið ef á reynir. Á meðfylgjandi mynd má sjá Jón Skúla Jónsson, formann Pílufélags Reykjanesbæjar, taka við tækinu úr hendi Guðna.

ree

 
 
 

Comments


bottom of page