Ljósanæturmót PR 2025
- pílufélag PR
- Sep 8
- 1 min read

Það var líf og fjör á Ljósanæturmóti PR 2025 þar sem alls mættu til leiks 33 karlar og 10 konur. Keppt var í karla- og kvennaflokki auk B-móts, og var stemmingin frábær alla helgina.
Í ár voru í fyrsta skipti veittir farandsbikarar sigurvegurum og að auki veitt vegleg verðlaun frá fjölmörgum frábærum fyrirtækjum.
Karlaflokkur
Í karlaflokki var mikil spenna, há meðaltöl og ekki minna en tólf 180 köst. Það voru gestir utan af landi sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
- 🏆 Jón Bjarmi 
- 🥈 Vitor 
- 👏 Árni Ágúst & Toni 
Pétur Rúðrik átti hæsta útskot mótsins í karlaflokki með 152 stigum 🎯.
Kvennaflokkur
Í kvennaflokki voru það einnig keppendur utan af landi sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
- 🏆 Brynja Herborg 
- 🥈 Sandra Dögg 
- 👏 Kitta & Steinunn 
Brynja Herborg átti jafnframt hæsta útskot í kvennaflokki með 152 stigum 🎯.
B-flokkur
- 🥇 Helgi Haralds 
- 🥈 Svanur Kristjáns 
Við viljum óska öllum sigurvegurum innilega til hamingju og þökkum öllum keppendum fyrir frábæra þátttöku.Sérstakar þakkir fá þau sem gáfu verðlaun: Hótel Keflavík, Himalayan Spice, Mistur og Kökulist.
Þóra Sóley Arna Rut og Hólmar fá einnig bestu þakkir fyrir ómetanlega hjálp ❤️




Comments