Strákarnir okkar í logandi formi
- Andri Freysson
- Jun 15, 2025
- 1 min read
Arngrímur Anton Ólafsson og Árni Ágúst Daníelsson eru í logandi form.
Íslandsmeistarar í bæði 501, 301 og krikket árið 2024 og eru enn á toppnum árið 2025!
Þeir tryggðu sér titilinn í 501 á þessu ári og stefna ótrauðir á fleirri titla. Mótin í 301 og krikket eru síðar á árinu.
Elvar Aron Ásgeirsson steig stórt skref inn á stóra sviðið og varð Íslandsmeistari í 501 í U-13 flokki árið 2025
Frábær árangur og mikill efniviður í þessum unga keppanda!
Einvar Valur Einarsson, meistari með myndavélina, kíkti við og fangaði kraftinn, einbeitinguna og gleðina í glæsilegri myndaseríu af okkar mönnum!
Framtíðin logar hjá PR - við erum rétt að byrja !!





Comments