📢 Reglur og upplýsingar – PR Liðakeppni 2025–2026
- pílufélag PR
- Aug 18
- 1 min read
Updated: Aug 20

Liðakeppnin fyrir tímabilið 2025–2026 er að hefjast og hér eru helstu reglur og hagnýtar upplýsingar:
🔹 Liðaskipan
Hvert lið skal vera skipað 3–8 leikmönnum.
Lágmark þrír liðsmenn þurfa að mæta til leiks í hvert skipti.
🔹 Frestanir
Hægt er að fresta einum leik í hverri umferð (ekki í hverri viku).
Frestaður leikur þarf að fara fram fyrir næsta liðakvöld, annars skráist tap á liðið sem óskaði eftir frestun.
Beiðni um frestun þarf að berast fyrir hádegi á keppnisdegi.
Aðeins er heimilt að fresta tvisvar á hverju tímabili.
Ef lið mætir ekki og hefur ekki óskað eftir frestun skráist tap á það lið.
🔹 Lánsmenn
Ekki er heimilt að fá lánsmenn úr sterkari deild.
🔹 Tímasetningar
Leikir hefjast kl. 19:30.
Æskilegt er að lið mæti eigi síðar en kl. 19:00.
🔹 Mótsgjald
Mótsgjald er 20.000 kr. á hvert lið.
Greiðsla skal innt af hendi fyrir 5. september.
Greiðsluupplýsingar:Reikningsnúmer: 0121-26-009523 Kennitala: 550502-5770👉 Vinsamlega setjið nafn liðs í skýringu.
🏆 Verðlaun
Verðlaunafé verður veitt fyrir tvö efstu sæti í hverri deild.




Comments